Ráðleggingar Embætti Landlæknis fyrir ungbörn og skjátæki eru að takmarka notkun þeirra eins og hægt er. Það er sérstaklega mikilvægt að börn noti ekki skjátæki tveimum tímum fyrir svefn.
Það er ekki eingöngu birtan af skjánum sem hefur neikvæð áhrif heldur líka örvunin af skjánotkuninni á heilann, þó að líkami barns sér rólegur þegar það horfir og barnið virðist vera mjög afslappað þá er heilavirknin mikil.
Öll skjánotkun yfir daginn virðist hafa neikvæð áhrif á svefn barna, bæði sofa þau styttri dagsvefn og nætursvefn og vakna frekar á nóttunni.
Mig langar að hvetja alla foreldra til að lesa fyrir barnið sitt fyrir svefninn, óháð því hvort það sé þriggja mánaða eða þriggja ára, hvort það sofni sjálft eða er svæft. Þessi samverustund er oftast mikið tilhlökkunarefni fyrir barnið. Hafðu barnið í fangi þegar þú lest eða þétt upp við þig. Nærvera þín og hlýjan eru róandi. Veldu bók af kostgæfni, ekki of spennandi og ekki of langa. Það er ágætt að hafa tvær til þrjár bækur við höndina og leyfa barninu að velja og skipta þeim svo út (ef vill) eftir nokkrar vikur. Þannig hefur bókin sefandi og róandi áhrif, engin spenna, fyrirsjáanleikinn er allsráðandi og stundin notaleg og róandi.
Gangi þér vel - Kristín
Kommentare