Hvernig má það vera að það séu 2 mánuðir liðnir ! Hversu geggjað er það og mikið er tíminn fljótur að líða. Ég veit að það er margt að gerast, þú ert að kynnast barninu þínu og þið eruð að finna nýjan takt í fjölskyldunni.
Hér eru nokkur atriði varðandi svefninn sem mig langar að benda þér á að hafa í huga. Ég mæli ekki með að fylgja neinum “rútínum” eða svefntakti öðrum en ykkar eigin. Njóttu þess að vera í núinu og njóta sængurlegunnar.
Atriðin sem ég mæli með að þú hafir í huga eru :
Það er enginn dagur eins, og það er fullkomnlega eðlilegt. Ekki bera þig saman við aðra. Svefninn er allskonar hjá 2 mánaða barni því líkami barnsins og hormónakerfi þess hefur ekki skýra dægursveiflu eða líkamsklukku. Legðu þig fram að gera skýran greinamun á degi og nóttu.
Það er eðlilegt að dagsvefn sé óreglulegur og daglúrar stuttir. Stuttir daglúrar eru einn 35-45 mínútna svefnhringur. En þú getur hjálpað barninu með ruggi eða knúsi yfir í næsta svefnhring og reynt að lengja daglúrinn þannig, það væri frábært, ef ekki, þá er það líka í lagi.
Forðasta ofþreytu á daginn þ.e. að barnið vaki ekki lengur en í 1-1,5 tíma í einu. Gefðu barninu að drekka reglulega yfir daginn eða á 2-4 tíma fresti og legðu áherslu á að barnið drekki vel og ropi fyrir svefn.
Flest 2 mánaða börn sofa ekki mikið lengur en 3-4 tíma samfellt í hverri svefnlotu á nóttunni. Þau þurfa að nærast reglulega og þurfa aðstoð að sofna aftur.
Háttatími er oftast frekar seint á þessum aldri. Flest eru að sofna kl.22-23:00 og sofa oft ekki mikið meira en 8-9 klst á nóttu (og vakna jafnvel 2-4 til að drekka).
Róaðu taugakerfið með því að dimma ljósin og draga úr úreitum á kvöldin. Notaðu einnig reifun eða svefnpoka til að hjálpa barninu að finnast öruggt. Notaðu kunnugleg hljóð (röddina þína) eða white noise því það líkir eftir hljóðinu sem barnið heyrði á meðgöngu.
Halltu mikið á barninu og umvefðu það ást og blíðu. Hlúðu líka að sjálfum þér - barnið getur ekki án þín verið.
Vona að þessi tips hjálpi
kveðja Kristín
Comentarios