Fyrirlestrar
Svefnráðgjöf.is býður upp á fyrirlesta um svefn og svefnvanda barna fyrir hópa, félagasamtök og stofnanir. Í fyrirlestrum er fjallað um svefn og svefnvanda og áhrif hans á líðan barns og fjölskyldu. Umfjöllun um ýmis ráð til að bæta svefn og þá þætti sem hafa áhrif á svefn eins og veikindi. Flestir fyrirlestar eru um 45-90 mínútur. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda póst á kristin@svefnradgjof.is
Dæmi um umfjöllunarefni fyrirlestra
Dagforeldrar
Þessi fyrirlestur er sniðinn að þörfum dagforeldra. Farið er yfir svefn barna á aldrinum 1-2 ára og mikil áhersla lögð á dagsvefn og samskipti við foreldra og öryggi í svefnumhverfi
Svefn 0-6 mánaða
Þessi fyrirlestur er hugsaður t.d. fyrir bumbuhópa eða krílamorgna. Fjallað er um svefn, svefnumhverfi, líðan foreldra og helstu áhrifaþætti á svefn smábarna
Svefn 2-4 ára
Þessi fyrirlestur er sniðinn að þörfum leikskólabarna. Fjallað er um nætursvefn, rútínu, hvernig daglúrinn fjarar út og líðan barnsins og fjölskyldunnar.
Verð
Algengt verð fyrir 60 mínútna fyrirlestur er á bilinu 50-80 þúsund en það ákvarðast af umfangi hverju sinni. Gjald er tekið fyrir akstur/flug utan höfuðborgasvæðis
Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti hjá kristin@svefnradgjof.is