top of page

Bóka tíma í svefnráðgjöf

Foreldrar geta nú bókað tíma í svefnráðgjöf í gegnum noona.is eða noona appið. Greitt er fyrir viðtal við bókun en auðvelt er að færa til bókun eða óska eftir endurgreiðslu ef þarf. 

Svefnráðgjöfin fer fram í Lífsgæðasetri St.Jó í Hafnarfirði. Kristín er með notalegt viðtalsherbergi á 2.hæð. Foreldrar mæta bæði (ef um tvo foreldra er að ræða) ásamt barninu.  

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á svefn barna og því getur verið gott að fá persónulega svefnráðgjöf. Fyrst og fremst viljum við búa til jákvæðar svefnvenjur fyrir barnið til að það eigi auðvelt með að sofna og sofa vel yfir nóttina. Þá skiptir svefnumhverfið máli, góð rútína í daglúrum, tímasetningar í takti við dægursveifluna og góð róandi rútínu fyrir svefninn. Kristín fer yfir alla þessa þætti ásamt fleiru með foreldrum. 

Algengar spurningar

bottom of page